Tjón

Lentir þú í tjóni?

Eitt af því sem við erum hvað mest spurð um er hver ferillinn er þegar að viðkomandi lendir í tjóni, hvað skal gera?

Á slysstað skal gera tjónaskýrslu sem báðir aðilar skrifa undir, Komi upp deilur milli tjónþola eða tjónvalds er gott að kalla til lögreglu eða árekstur.is til að aðstoða með tjónaskýrslu.

Næst skulu báðir aðilar skila inn skýrslunum sínum til síns tryggingafélags. Ef annar aðili skilar ekki skýrslu til síns tryggingafélags mun hlutfallt rétts í tjóni vera ákvarðað án þeirrar skýrslu eftir nokkra daga.

Þegar tryggingafélagið sem bætir tjónið hefur unnið skýrsluna mun eigandi bílsins fá skilaboð um það að búið sé að vinna málið og viðkomandi má því næst fara með bílinn í tjónaskoðun. Þetta á við bæði um þá sem eru í rétti og þá sem eru með kaskó tjón.

Þá er næst að koma til okkar hvenær sem þér hentar á opnunartíma, og fá fría tjónaskoðun. Við gerum áætlun og tökum myndir af bílnum, yfirlitsmyndir og góðar af tjóninu sjálfu. Við sendum svo CABAS skýrslu til tryggingafélagsins sem bætir tjónið, og athugum hvort varahlutir séu til hjá viðeigandi söluaðilum. Þegar við fáum samþykkt á tjónaskoðunina þýðir það að það má byrja að gera við og áætlun stenst. Þú færð þá símtal frá okkur þar sem við bjóðum þér tíma og segjum þér stöðu mála.

Þú gætir átt rétt á bílaleigubíl. Ef svo er læturðu okkur vita, og við verðum með bílaleigubíl tilbúinn hér hjá okkur svo þú þarft ekki að snúast neitt meir en nauðsyn krefur. Bílaleigubílnum er svo aftur skilað hér hjá okkur og AVIS sér um þessa frábæru þjónustu.

Þegar bíllinn er tilbúinn færðu símtal frá okkur, og getur þá sótt bílinn og skilað bílaleigubílnum.

Viðgerðartími tjóna er mjög misjafn, fer allt eftir umfangi tjóns.

Kíktu við hjá okkur, eða hringdu ef þú hefur frekari spurningar

Bílasprautun Íslands
Lyngás 12
210 Garðabær

534-2000

 

 

 

Back to top