Fyrirtækið

FYRIRTÆKIÐ

Bílasprautun Íslands ehf er í eigu Daníels Hinrikssonar, sem tók við fyrirtækinu eftir að samstarfsfélagi hans og stofnandi fyrirtækisins Auðunn Jón Auðunsson lenti í bifhjólaslysi sem hann átti ekki afturkræft úr.

Verkstæðið og starfsfólk þess hefur það eitt að leiðarljósi, að vera í fremstu röð verkstæða hvað gæði varðar. Við notum hágæða efni og er verkstæðið fullbúið frábærum búnaði, sprautuklefinn er frá Termomeccanica í Ítalíu og er einstaklega bjartur og með góð loftskipti og getur bakað í allt að 70°c. Þó er nóg að baka bíla við 60-62° eftir viðgerðir. Verkstæðið skartar einni tveggja pósta lyftu, og þremur minni lyftum. Þar af er einn réttingabekkur frá car-o-liner. Við keppumst við að bjóða hágæða viðgerðir og því höldum við tækjabúnaði vel við. Bílasprautun Íslands er viðurkennt CABAS verkstæði.

Starfsfólkið hjá okkur hefur farið víðsvegar um heiminn til að afla sér þekkingar og reynslu á hinum ýmsu efnum og mismunandi tækni í viðgerðum og umhverfisþátta sem spila inn í viðgerðir á hinum ýmsu tímum árs. Við erum dugleg að sækja ýmis námskeið sem tengjast okkar fagi, og mennta okkur.

Samtals höfum við margra tuga starfsreynslu og mikinn áhuga á okkar fagi.

Back to top