Hvernig haga ég greiðslum eftir tjón?

Greiðslur

Við fáum reglulega spurningar varðandi fjármálin í tengslum við tjónaviðgerðir, og hér kemur stutt útskýring á þeim málum.

 

Ef þú lendir í tjóni og ert í rétti þá greiðir þú ekki krónu. Fyrsta skref er að skila inn tjónaskýrslu. Næsta skref eftir það er að koma til okkar í tjónaskoðun, þar sem við tökum myndir af bílnum til að setja í viðgerðaráætlunina okkar sem við gerum í CABAS og sendum til tryggingafélagsins sem sér um að bæta tjónið. Þegar áætlunin hefur verið samþykkt og varahlutir pantaðir, svo réttur til bílaleigubíls kannaður færð þú tíma í viðgerð.  Þú kemur svo með bílinn til okkar þegar þú átt tíma, sækir bílaleigubílinn hér hjá okkur og eins skilar honum hér.

Ef þú lendir í tjóni og ert í órétti, og ert í kaskó, þá greiðir þú sjálfsábyrgð hér hjá okkur. Fyrsta skref er að skila inn tjónaskýrslu. Næsta skref eftir það er að koma til okkar í tjónaskoðun, þar sem við tökum myndir af bílnum til að setja í viðgerðaráætlunina okkar sem við gerum í CABAS og sendum til tryggingafélagsins sem sér um að bæta tjónið. Þegar áætlunin hefur verið samþykkt og varahlutir pantaðir, svo réttur til bílaleigubíls kannaður færð þú tíma í viðgerð. Þú kemur með bílinn til okkar og sækir bílaleigubílinn þinn hér hjá okkur og eins skilar honum hér, ef þú átt rétt á bílaleigubíl. Þú getur einnig haft samband við tryggingafélagið þitt og samið um að dreifa sjálfsábyrgð, og þá bæta sjálfsábyrgðinni við mánaðarlegar greiðslur af tryggingunum. En þú verður að ganga frá því áður en bíll er sóttur úr viðgerð, því við afhendum ekki fyrr en við höfum staðfestingu á því.

Ef þú lendir í tjóni og ert í órétti, og ekki í kaskó þá getur þú komið til okkar með bílinn (eða án hans ef hann er óökuhæfur) og fengið tilboð í viðgerðina. Við tökum við mörgum slíkum tjónum á ári og reynum að gera okkar besta í verði. Það er hægt að dreifa greiðslum með netgíró, eða hreinlega á vísa ef þess er óskað.
Við aðstoðum þig með glöðu geði að finna leið sem hentar þér í öllu þessu, og sjáum um þín mál af mikilli fagmennsku og nákvæmni.
Vertu velkomin/nn til okkar í frítt tjónamat!

Back to top